Ég skora á fólk að kíkja á upprifjun Stöðvar 2 vegna ummæla Steingríms J um IceSave málið þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þessi strigakjaftur og ein mesta gunga íslenskra stjórnmála er í dag að éta allt ofan í sig sem hann lét rigna yfir Geir Haarde inná Alþingi.
Þessi gunguháttur ætti þó ekki að koma neinum á óvart því ég man ekki til þess að hann hafi nokkurn tímann þorað að standa og falla með sannfæringu sinni þegar á reyndi. Hann belgir sig út þegar hann krefur aðra um að sína manndóm og kjark frammi fyrir erfiðum málum en lyppast svo sjálfur niður eins og ræfilstuska þegar þegar hann stendur frammi fyrir þeim sjálfum.
Munum það landsmenn, að bankarnir hrundu yfir okkur en ekki við yfir þá. Við skuldum því engum neitt í þessum efnum og eigum ekki að láta troða þessum gjörningi ofan í kok á okkur.
Ég vil að stjórnvöld gefi okkur skýr skilaboð um að allir þeir aðilar sem spunnu upp þessa mestu fjársvikamyllu síðari tím, fái réttarstöðu sakamanna. Það á að sækja að þeim úr öllum áttum og gera þá prívat og persónulega fjárhagslega ábyrga fyrir því tjóni sem þeir hafa valdið samfélaginu. Þeir véluðu út úr bönkunum sínum og þeim fyrirtækjum sem þeir áttu, ofurbónusa og kaupréttarsamninga sem engin innistæða var fyrir. þetta var alltsaman ein allsherjar blekking
Sjá má á slóðinni hér neðar úttekt Stöðvar 2 á Steingrími í fréttum í gær vegna þessa máls.
Margir skrá sig gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.6.2009 | 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Segja unnið skipulega gegn nýrri stjórn VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.5.2009 | 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér má sjá ummæli höfð eftir Víglundi þorsteinssyni er hann tjáir sig um þá kröfu nýs formanns VR að stjórn lífeyrissjóðsins verði skipt út.
" Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að boðuð breyting á skipun stjórnar sjóðsins sé bull og að hún sé ólögmæt í þokkabót".
Hér má svo sjá að "bullið" í Víglundi stenst ekki lögfræðiálit.
"Samkvæmt upplýsingum mbl.is liggur fyrir lögfræðilegt álit, sem unnið var fyrir stjórn VR, sem segir að rangt sé að ekki sé hægt að skipta um stjórnarmenn nema á þriggja ára fresti".
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/25/nyir_fulltruar_vr_valdir/?ref=fphelst
Hvernig væri að Mogginn fylgdi viðtali sínu eftir við Víglund Þorsteinsson? Það á ekki að leifa þessum gamla hrokagikk að fara með svona fleipur.
Segir boðaða breytingu ólögmæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.5.2009 | 00:57 (breytt kl. 01:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sú hysteria sem hefur farið af stað út af ummælum Harðar er með ólíkindum. Hvorki veikindi Geirs né Ingibjargar eiga að draga úr kröfum um að þetta fólk víki.
Þannig er Hörður beinlínis ekkert að hatast út í Geir né gera lítið úr alvarleik veikinda hans. Honum finnst bara óþarfi að veikindum Geirs sé beint inn í andrúmsloft mótmælanna og þau eigi ekki að hafa þar nein áhrif.
Það er náttúrulega erfitt að skýra svona fyrir illa upplýstu og vitlausu fólki en ég allavega reyni það hér.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.1.2009 | 16:10 (breytt 17.2.2009 kl. 19:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvað þyrfti falsarinn að verða afkastamikill til að valda öðru eins tjóni og hefur orðið af völdum bankanna? Auðvitað verður að finna manninn, hann er hin mesta þjóðar ógn. Vonandi er Björn búinn að kalla út víkingasveitina í leitina að honum því hann er klárlega vopnaður miklu hugmyndaflugi og góðri prentvélbyssu.
Hvaða dóm skildi þessi falsari svo fá fyrir athæfi sitt? Ef við metum það út frá því hvernig svæfingapennar samfélagsins vilja að sé tekið á útrásarvíkingunum, þá verðum við að dæma hann svokallaðri "öfugri refsingu ". Öfug refsing, á mælikvarða útrásarinnar, er væntanlega þyngsti dómur miðað við "smæð" glæpsins. Menn eiga nefnilega aldrei að fremja afbrot fyrir tíuþúsundkalla, ekki sem nemur miljónum heldur tugmiljónum og þar fyrir ofan.
Notaði seðil með mynd af Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.11.2008 | 13:08 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko, loksins kom að því að einhver sýnir dómgreind í þessum mesta skandal fjármálasögu Íslands.
Bogi Nilsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.11.2008 | 20:00 (breytt kl. 20:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Egill gerði það sem þessi þjóð ætti að hafa gert fyrir mörgum árum síðan. Hann lét reiði sína bitna á þeim sem á hana skilið. Það er þjóðarböl hvernig almenningur barmar sér yfirleitt yfir öllu sem miður fer í samfélaginu en gerir svo ekkert í málunum. Að höggva í Egil vegna þessa máls er dæmi um þá aumingjameðaumkun sem er landlæg hér á landi. Hún er völd að því hvernig komið er fyrir okkur og ekkert annað. Útrásarvíkingarnir og þeir stjórnmálamenn sem studdu þessa brjálsemi eiga að fá yfir sig reiði almennings. Það á því að taka þessa menn föstum tökum en ekki ræða við þá um hvernig fór í einhverju ljúfu kaffispjalli.
Ef Egill fær ekki fleiri að þessum kónum til sín, þá getur hann bara sett pappírsdúkku í stólinn á móti sér og þrumað yfir henni. Svörin verða hvort eð er öll á sömu lund, þ.e. ef þessir menn þora að setjast í stólinn á móti honum. Þau verða innantóm og þvæld því þetta er allt einhverjum öðrum um að kenna. Ef þjóðin vill svona svör þá fær hún líka það sem hún á skilið vegna gjörða þessara manna.
Egill, haltu áfram á þessari braut.
Bloggar | 13.10.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sú saga hefur gengið í þó nokkurn tíma að prestfrúin í Keflavík, sem er fyrrum sýslumaður á Ísafirði, hafi lengi verið inni í plönum Björns með að fá stöðu Jóhanns. Það að Björn hafi auglýst embættið laust til umsóknar hafi einungis verið liður í lævísu plotti hans til þess að losa sig við Jóhann svo hann kæmi henni að. Ef þetta er rétt, þá er Björn búinn að skaffa vini sínum prestkall þarna suðurfrá og vinkonu sinni sýslumannsembætti. Svo er talað um að stjórnsýslan hér á landi sé ekki spillt!
Væntanlega hafa prestshjónin legið á bæn til almættisins og beðið um gott veður sér til handa í þessu máli. En sú þekking sem ég hef á biblíulegum boðskap er sú að frúin ætti ekki að taka svo umdeilt starf að sér, þ.e.a.s. þar sem augljós bolabrögð eru viðhöfð við að hrekja Jóhann úr starfi.
En að meinhæðninni slepptri, þá er allt tal Björns um aukið umfang embættisins og breyttar áherslur yfirvarp eitt til þess að réttlæta valdníðslu hans gagnvart Jóhanni. Staða ríkislögreglustjóra hlýtur allavega að vera orðin slæm ef þessi eru rökin því það embætti hefur vaxið mjög að umfangi og þar með kostnaði síðustu misseri. Megum við vænta þess að Björn muni auglýsa stöðu ríkislögreglustjóra sem og annarra embætta laus til umsóknar samkvæmt þeirri forskrift sem hann hefur lagt upp með í máli Jóhanns?
Jóhann er toppmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.9.2008 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ofboðslega er réttlætiskennd þessa fólks á lágu plani. Staða þessa máls er lýsandi fyrir það hvað fólk í sambýli getur verið mikið skítapakk.
Það er eins og fjöleignarhúsalögin séu sniðin fyrir ræfla og dusilmenni sem stöðugt leita leiða til að koma útgjöldum vegna eigin framkvæmda yfir á nágrana sína. Það er mikill galli á fjöleignarhúsalögunum að þau skuli ekki styðja málstað Herberts. Ef eitthvert réttlæti væri í þeim lögum, þá ætti Herbert að fá að framreikna sín útgjöld vegna lagfæringar á þaki síns hlutar og leggja þann kostnað á móti til skuldajöfnunar.
Það virðist alveg sama hvar borið er niður í hinu lagalega umhverfi hér á landi, pakkið á þar allstaðar hauk í horni. Það er eins og lögin og réttarkerfið sé sniðið að því að þjóna þeim sem misbjóða fólki og ala á óréttlæti í samfélaginu. Mál Herberts er því miður í þeim skítapytt lagaklækja sem þjónar pakkinu mest.
Neitar að borga þak nágrannans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.9.2008 | 10:02 (breytt kl. 10:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannskeppnan er í eðli sínu mjög eigingjörn og hrifsar því oft til sín bæði völd og fé þegar tækifærin gefast.
Þessi gjörningur Þjóðarhreyfingarinnar er mjög táknrænn og lýsir vel stéttaskiptingunni í dag og þeirri fyrringu sem oft hleypur í venjulegt almúgafólk sem fær vegtillur og völd. Þjóðarhreyfingin á hrós skilið fyrir framtakið og vonandi druslast forsvarsmenn verkalýðsfélaganna upp af sínum feitu rössum og láta sig einnig þessi mál varða. Við þurfum leiðtoga sem geta virkjað samfélagið gegn þeirri misskiptingu og misrétti sem í dag er talið svo sjálfsagt og eðlilegt af elítunni. Er ekki kominn tími á að samfélagið losi sig við sjálftökuliðið sem hefur hreiðrað um sig í sölum Alþingis? Fáum þarna inn fólk sem skynjar þarfir þjóðarinnar sem heildar, elítan getur séð um sig sjálf á markaði frjálshyggjunnar.
Þingmenn fá Animal Farm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.9.2008 | 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nýjustu færslur
- Það var málið....
- Þetta er hrein ósvífni!!
- Við erum að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna t...
- Þessi kona er partur af þeirri elítu EU sem lifir eins og afæ...
- Var ekkert skatteftirlit í einkavina-góðæri ráðamanna "þjóðar...
- Birna er meðal þeirra sem drógu þann vagn sem skaðaði lántake...
- Ég held þessi arfavitlausi penni.....
Færsluflokkar
Tenglar
ESB
Mínir tenglar
Ísrael
- Ísrael_Honest Reporting
- http://www.anglicanfriendsofisrael.com/
- UK_Cristian Frends of Israel
- FrontPage Magazine
- StandWhitUs
- Palestinian Media Watch
- Just Journalism
- Saga Ísraels Gott að lesa
- http://www.guardian.co.uk