Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Þetta er hrein ósvífni!!

Mikið virðist maðurinn almennilegur, hann bara frestar gjaldtökunni vegna þess að hún kom fólki að óvöru.

Það er allstaðar verið að hafa almenning að féþúfu.  Sorpa er fyrirtæki sem vinnur með þeim hætti nánast frá a-ö.  Margt af því sem almenningur losar sig við, verður Sorpu að tekjum.   Það er því ósvífni og hreinn dónaskapur í garð almennings að skattleggja losun úrgangs þegar sá úrgangur verðurð að verðmæti sem Sorpa selur.

Ég held fólk muni bara hætta almennri umhirðu garða sinna eða leita annarra leiða til þess að losa sig við garðaúrgang ef þessi skattheimta verður að veruleika.

 

 


mbl.is Sorpa frestar gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna tjóns af völdum bankanna en ekki niðurfellingar á hluta af láni

Ég held stjórnvöldum sem og fjölmiðlum sé ekki sjálfrátt í þessu máli.  Þeir sem urðu fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum starfshátta bankanna eru ekki að kalla eftir niðurfellingu lána, heldur krefjast þess að höfuðstóll lánanna sé færður til þess sem hann var í upphafi, þ.e. fyrir hrunið þegar hvert og eitt lán var tekið....og vitaskuld það uppreiknað til dagsins í dag á "eðlilegu" gengi. 

Við erum sem sagt að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna tjóns en ekki niðurfellingar á láni.  Þau öfl sem tala með þeim hætti að um sé að ræða afskriftir lána hugsa ekki rökrétt eða fara fram með þessum hætti til þess að letja fólk í að berjast fyrir rétti sínum.  Ég hallast að seinni skýringunni og tel þar liggja á bak við valdabaráttu þeirra sem telja sig yfir almenning hafna.

 


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kona er partur af þeirri elítu EU sem lifir eins og afætur á þegnum sambandsins

Bara ekki orð um það meir.
mbl.is Barónessa segir kröfur á Íslendinga hæfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekkert skatteftirlit í einkavina-góðæri ráðamanna "þjóðarinnar" ?

Bara spyr svona..............
mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birna er meðal þeirra sem drógu þann vagn sem skaðaði lántakendur....

Líkt og aðrir glæpamenn þessa mesta peningaráns Íslandssögunnar, þá forðast Birna að ræða málið eins og það er.  Bankarnir tjónuðu alla sína viðskiptavini með gjörðum sínum, þeim ber að bæta fyrir það tjón, þó þeir fari á hausinn við það.

  


mbl.is Birna: Erum að nota svigrúmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DanTh

DanTh
DanTh

Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á svikamyllu útrásarinnar.  Útrásin var verk fjárglæframanna í einkageiranum og spilltra stjórnmálamanna. 

Við vitum hverjir fóru svona með samfélagið, tjónið er hrikalegt, gerum þá persónulega ábyrga fyrir því

kraft@itn.is

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband