Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Til varnar tortryggni

Ég tek mér það bessaleyfi að skella hér inn grein eftir einn besta penna Dagblaðsins, Jón Trausta Reynisson.  Það þarf ekkert að bæta við þetta, greinin stendur undir sér sjálf.

Til varnar tortryggni

jontrausti@dv.is

Jón Trausti Reynisson

jontrausti@dv.is

Leiðari Föstudagur 19. júní 2009 kl 07:41

Þeir sem vilja eyða tortryggni og endurvekja samstöðuna á Íslandi mættu athuga að brennt barn sem ekki forðast eldinn er að öllum líkindum greindarskert.

Það er ekkert að því að vera greindarskertur eða glaðlyndur í hvívetna, en sá sem mælir fyrir slíku viðhorfi fyrir heila þjóð ætti með réttu að vera tortryggður. Allt bendir nefnilega til þess að það hafi verið skorturinn á tortryggni sem gerði yfirvöldum og bönkum kleift að stefna almenningi í mesta fjárhagstjón síðari ára.

Undanfarið hefur verið töluverður áróður gegn tortryggni og afsprengi hennar, gagnrýni. Sigríður Benediktsdóttir í rannsóknarnefnd um efnahagshrunið átti að víkja vegna þess að hún gagnrýndi hið augljósa, að hérlendis hefði vantað eftirlit. Annaðhvort vantaði eftirlitið, eða eftirlitið sá það sem var að og gerði ekkert í því. Það er vægari skoðun að telja eftirlitið hafa stundað gáleysi, frekar en vanrækslu að yfirlögðu ráði.

Eva Joly, ráðgjafi í rannsókninni, átti líka að víkja, meðal annars vegna þess að hún væri að ala á tortryggni.

Það er þekkt í rannsóknum félagsfræðinnar að hópur sem mætti kalla yfirstétt svarar öðruvísi um álitamál í þjóðfélaginu en aðrir borgarar. Þessi hópur er tiltölulega fámennur, en samanstendur af stjórnendum og þeim sem hafa mun hærri tekjur en hinn venjulegi maður.

Taka mætti dæmi af stýrivöxtum. Háir vextir eru góðir fyrir þá sem eiga mikið fé, því þeir auka vaxtagróðann á sparifénu. Þeir eru vondir fyrir þá sem skulda, því þeir hækka skuldirnar. Áhrif stýrivaxta eru afstæð eftir því hvaða stétt þú tilheyrir. Svo vill til að hópur þeirra sem hagnast á háum vöxtum er fámennur og í tilfelli Íslands eru flestir þeirra erlendis. Samstaða á ekki við í þessu tilfelli, en samt er þetta eitt mikilvægasta álitamálið í landinu.

Svo vill til að hefðbundnum fjölmiðlum er jafnan stjórnað af stétt stjórnenda, og slíkt fólk er yfirleitt fengið til að veita álit sitt í fjölmiðlum. Vald hefðbundinna fjölmiðla hefur hins vegar farið þverrandi, vegna þess að skoðanavaldið hefur dreifst á netinu.

Skortur á tortryggni hentar til dæmis þeim sem vilja aðhafast án eftirlits og þeim sem hafa unnið gegn hagsmunum almennings. Tortryggni upp að einhverju marki er hins vegar nauðsynleg í hagsmunagæslu fyrir almenning. Enginn getur heimtað traust. Það ávinnst með hæfni og heiðarleika.

Vegna hrunsins hefur almenningur myndað með sér eina virka móteitrið gegn spillingu yfirvalda og ranggjörðum gegn fjöldanum. Það er heilbrigt að almennir borgarar tortryggi yfirvöld. Þeir ættu að fylgjast með hverri einustu aðgerð yfirvalda, ekki síst rannsókninni á misgjörðum þeirra sem nærðust á krosseignatengdum gerviviðskiptum sem almenningur borgar nú fyrir. Það gagnrýna lífsviðhorf sem Íslendingar hafa öðlast síðustu níu mánuði er of mikilvægt til að því verði eytt með ástæðulausri samstöðu og blindu trausti.

Tortryggni er ekki vandinn, hún er lausnin.


Hver er munurinn á greiðslubyrði erlendra lána vegna kaupa á fríðindajeppa undir rassgatið á úvarpsstjórans og svo okkar hinna?

Greiðslubyrði erlendra lána hefur tvöfaldast hjá okkur öllum sem erum með slík lán.  Ástand verðlags er í takt við það, en við þurfum samt ekki að hafa áhyggjur af því.  Samkvæmt úttekt Seðlabankans, höfum við það bara askoti gott, þó svo eiginfjárstaðan sé komin í mínus og tekjurnar standi ekki lengur undir greiðslubyrði lána okkar.  Steingrímur og Jóhanna eru sammála úttekt Seðlabankans, enda telja þau að það sé svigrúm til að bæta í hjá okkur með auknum álögum.  Við megum svo eiga von á einhverju álíka frá sveitarfélögunum.

Hvað er það annars í þessu máli með greiðslubyrði lánsins á jeppa útvarpsstjóra sem gerði það að frétt nú?  Það er löngu vitað að svona er ástandið búið að vera í öllu samfélaginu frá því bankarnir hrundu.  Heimilin og fyrirtækin eru að sligast undan rekstrarlánum sínum, bíla og húsnæðislánin hafa tvöfaldast sem og önnur lán í erlendri mynt.  Munurinn á okkur venjulegum almúgamanninum og útvarpsstjóra er þó sá að við þurfum að borga okkar bílalán, sama hver staðan á þeim er, en hans eru hlunnindi greidd af útvarpi allra landsmanna.

Það er einhvern veginn alltaf þannig að þegar heimilin barma sér undan okinu, þá fara af stað sérfræðingar sem snúa dæminu á hvolf og gera lítið úr ástandi mála.  Nú bíð ég eftir því að einhver þeirra fari í saumana á þessu máli með Pál og greiðslubyrði jeppans.  Það verður væntanlega auðvelt að finna það út fyrir okkur að þetta sé nú ekki eins slæmt og af er látið.  Eru annar ekki að koma auknar tekjur í kassann með nýjum nefskatti í ágúst sem ættu að standa undir þessu?  Hvaðan skildu þær tekju svo koma? 

Í ágúst er að koma nýr hlustendaskattur yfir okkur landsmenn, ofan á allt annað sem er að sliga okkar fjármál.   Þökk sé þingmanninum og fyrrum ráðherra menntamála, vini og velunnara útvarpsstjóra, Þorgerði Katrínu.  Megi þeir sem kölluðuð þennan skatt yfir okkur fá eilífan hiksta fyrir óhæfuna.  En þessi skattur er 17.200,00 króna eingreiðsla sem  leggst á hvern einstakling heimilisins sem er yfir 16 ára aldri, verði ykkur að góðu, skatturinn er í boði Sjálfstæðisflokksins. 

     


mbl.is Afborganir af jeppa útvarpsstjóra tvöfölduðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðið nú vandlega ummæli Steingríms um fyrri ráðamenn og IceSave

Ég skora á fólk að kíkja á upprifjun Stöðvar 2 vegna ummæla Steingríms J um IceSave málið þegar hann var í stjórnarandstöðu.  Þessi strigakjaftur og ein mesta gunga íslenskra stjórnmála er í dag að éta allt ofan í sig sem hann lét rigna yfir Geir Haarde inná Alþingi. 

Þessi gunguháttur ætti þó ekki að koma neinum á óvart því ég man ekki til þess að hann hafi nokkurn tímann þorað að standa og falla með sannfæringu sinni þegar á reyndi.  Hann belgir sig út þegar hann krefur aðra um að sína manndóm og kjark frammi fyrir erfiðum málum en lyppast svo sjálfur niður eins og ræfilstuska þegar þegar hann stendur frammi fyrir þeim sjálfum.

Munum það landsmenn, að bankarnir hrundu yfir okkur en ekki við yfir þá.  Við skuldum því engum neitt í þessum efnum og eigum ekki að láta troða þessum gjörningi ofan í kok á okkur.

Ég vil að stjórnvöld gefi okkur skýr skilaboð um að allir þeir aðilar sem spunnu upp þessa mestu fjársvikamyllu síðari tím, fái réttarstöðu sakamanna.  Það á að sækja að þeim úr öllum áttum og gera þá prívat og persónulega fjárhagslega ábyrga fyrir því tjóni sem þeir hafa valdið samfélaginu.  Þeir véluðu út úr bönkunum sínum og þeim fyrirtækjum sem þeir áttu, ofurbónusa og kaupréttarsamninga sem engin innistæða var fyrir.  þetta var alltsaman ein allsherjar blekking

Sjá má á slóðinni hér neðar úttekt Stöðvar 2 á Steingrími í fréttum í gær vegna þessa máls.

 http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=8d57c651-b84c-4636-b894-fad88f581046&mediaClipID=778c10c3-2907-46e5-babd-c0a561233dbd 


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DanTh

DanTh
DanTh

Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á svikamyllu útrásarinnar.  Útrásin var verk fjárglæframanna í einkageiranum og spilltra stjórnmálamanna. 

Við vitum hverjir fóru svona með samfélagið, tjónið er hrikalegt, gerum þá persónulega ábyrga fyrir því

kraft@itn.is

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband