Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Tækjariðill skal hann nefndur

Ég legg hér með til að þeir sem hamast kynferðislega á ýmsum tækjum og tólum verði kallaðir "tækjariðlar".  Þessi hegðan er náskyld annari tegund riðla sem eiga það sammerkt með tækjariðlum að hamast kynferðislega á því sem ekkert líf er í. Shocking

mbl.isÝmislegt reynt til þess að fá fullnægingu
 


Setjum Listaháskólann og tengda starfsemi niður í jaðar Miklatúns

Af hverju eru menn að reyna að koma of stórri og klossaðri byggingu Listaháskólans niður á Laugaveg þegar nóg er landrýmið á Miklatúni?  Túnið hefur alltaf litið út eins og borgin hafi aldrei vitað hvað hún ætlaði sér með þetta svæði.  Nú er tækifæri til að  laga þetta svæði til og færa meira líf inn á það. 

Það er kjörið að nýta þennan mikla reit í þágu listarinnar.  Miklatúnið er "miðsvæðis" í gamla bænum og gæti því orðið miðstöð menningar og listar þjóðarinnar á einum besta stað í borginni.  Með því að setja byggingar í jaðar túnsins sem þjónuðu allri tegund listar þá rammaðist svæðið af og þarna yrði innri garður með mjög fjölbreytt mannlíf allt árið.  Það væri hægt að koma fyrir litlum verslunum og kaffihúsum á jarðhæð þeirra bygginga sem þarna yrðu byggðar og leggðu áherslu á menningarlíf þjóðarinnar.  Tónleikahald og aðrir lifandi listviðburðir gætu svo átt athvarf í garðinum.  Með þessu gæti listasnobbið og við hin setið á kaffihúsi, rölt á milli vinnustofa listamanna og verslana og notið okkar út í ystu æsar á mjög fallegum stað. 


Sáttur Bubbi sættir sig við að einhver annar hafi eignast peninga hans á silfurfati.

Ja hérna, er Bubbi bara sáttur við að miljónirnar hans hafi farið í vasa þeirra sem eru að hafa fólk að fíflum í spilavíti fjármálageirans?  Mattador-karlarnir hljóta að vera ánægðir með svona auðmýkt og lítillæti.  Þeir treysta væntanlega á að hægt sé að hafa fleiri að fíflum ef viðbrögðin eru ekki hastarlegri en þetta.


mbl.is Allur sparnaðurinn fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er alger sogskál á mig þegar ég sé hana á skjánum

Það er eitthvað verulega mikið að í kollinum á konum sem láta dæla endalaust bótoxi í sig.  Varirnar á Huggy eru algert slys í þeim efnum.  Þegar hún birtist á skjánum þá fær maður það á tilfinninguna að það mætti hengja hana á rúðu eða spegil því varirnar myndu soga hana fasta.  Væri ekki briljant að markaðsetja litlar Huggy dúkkur sem mætti hengja á rúður og spegla?Grin


mbl.is Tískan er harður bransi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DanTh

DanTh
DanTh

Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á svikamyllu útrásarinnar.  Útrásin var verk fjárglæframanna í einkageiranum og spilltra stjórnmálamanna. 

Við vitum hverjir fóru svona með samfélagið, tjónið er hrikalegt, gerum þá persónulega ábyrga fyrir því

kraft@itn.is

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband