Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fjöldi starfsmanna og væntanlega viðskiptavina byggingafyrirtækisins Mest vöknuðu upp við vondan draum um daginn þegar Glitnir tók með mjög vafasömum hætti vænlegustu bitana úr rekstri fyrirtækisins og setti undir nýja kennitölu og hóf sjálft rekstur þess félags. Með þeim gjörningi lamaði bankinn rekstur gamla félagsins og skildi nokkra tugi starfsmanna eftir atvinnu og launalausa í lífvana fyrirtæki.
Nú er staðan sú að leifarnar af Mest eru komnar í gjaldþrotameðferð undir allt öðru nafni og tugir starfsmanna fyrirtækisins sitja uppi með ógreidd laun og tapaðar launa og viðskiptakröfur. Er jafnvel óttast að töpuð laun hjá sumum starfsmanna nemi hundruðum þúsunda þar sem ábyrgðarsjóður launa dekkar ekki launakröfur viðkomandi nema upp að vissu marki. Staðan er því ekki góð hjá þeim einstaklingum og fjölskyldum þeirra.
Ætla má að löngu áður en til rekstrarstöðvunar kom hafi bæði bankinn og yfirstjórn fyrirtækisins staðið í ströngu við að reyna bjarga því sem bjargað yrði í rekstri fyrirtækisins. Þessi tími hefur vitaskuld verið fyrirtækinu og bankanum erfiður þar sem menn hafa átt erfitt um vik með að ræða stöðu mála við starfsmenn. Einmitt þess vegna bítur sök saklausann í þessu máli. Hvers eiga þeir starfsmenn að gjalda sem þarna var fórnað og voru léttvægt metnir í aðför bankans að fyrirtækinu? Aðili er ég ræddi við um þetta mál lagði kalt mat á það er hann sagði, svona gjörningi fylgja vissar fórnir. Já þannig er nú það með þetta blessaða fólk, það er bara sláturfórn í sérhagsmunagæslu bankans og fer því vel á því að því sé fórnað á altari guðs peninganna, Mammon. Glitnir bíður sláturfórnum sínum væntanlega á næstunni í ráðgjöf í peningamálum fyrir hæfilegt gjald.
Starfsmenn Mest, eða Tæki tóla og túrtappa eins og einhver gárunginn orðaði það svo smekklega, eru væntanlega með skuldir á bakinu og veðsett heimili. Fjárhagsleg staða þess fólks er þá komin í uppnám vegna plotts bankans í þessu máli. Hrunadansinn heldur áfram þar sem útistandandi laun fást ekki greidd svo ekki sé talað um laun á uppsagnafresti og ógreitt orlof svo eitthvað sé nefnt. Þessu fólki eru allar bjargir bannaðar og allgerlega ótækt að bankinn geti frítt sig ábyrgð á hvernig komið er.
Í ljósi þessa verður manni spurn hvernig banki geti í nafni allsherjarveðs verið eigið dóms og framkvæmdavald í aðför að fyrirtækjum þegar þau eru að komast í þrot í rekstri sínum? Er ekki eitthvað að löggjöfinni í landinu þegar lánastofnun er heimilt að sækja með þessum hætti að illa stöddu fyrirtæki? Ber lánastofnunin sjálf enga ábyrgð á að hafa dælt peningum í rekstur sem ekki var lengur nein forsenda fyrir?
Hvað allt þetta mál varðar þá trúi ég ekki fyrr en á reynir að yfirvöld peningamála sætti sig við að banki geti kippt til sín kjarnastarfsemi fyrirtækis og rekið restarnar bara si svona í gjaldþrot. Það gefur auga leið að fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess eru allar bjargir bannaðar þegar svona aðferðum er beitt. Bankinn er þarna að skjóta sér undan ábyrgð á eigin glæfraskap í útlánastarfsemi sinni sem er alger óhæfa. Bankinn naut væntanlega góðs af rekstrinum þegar allt lék í lindi. Ef bankinn á þá hluta fyrirtækisins sem hann hefur nú kippt til sín, þá á hann líka þann hluta sem fór í þrot. Fyrir mér er þetta svo vafasamur gjörningu að ég skil ekki annað en stjórnvöld taki á þessu máli.
Á sama tíma og svona mál koma upp er nú rætt um í alvöru að ríkið bakki upp óráðsíu bankanna síðastliðinn ár með hundruð miljara lántöku. Ég segi nei við ráðamenn okkar, látum bankana bragða á eignin meðulum í þessum efnum. Þar er bara ein leið fær...
Mest gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.7.2008 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nýjustu færslur
- Það var málið....
- Þetta er hrein ósvífni!!
- Við erum að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna t...
- Þessi kona er partur af þeirri elítu EU sem lifir eins og afæ...
- Var ekkert skatteftirlit í einkavina-góðæri ráðamanna "þjóðar...
- Birna er meðal þeirra sem drógu þann vagn sem skaðaði lántake...
- Ég held þessi arfavitlausi penni.....
Færsluflokkar
Tenglar
ESB
Mínir tenglar
Ísrael
- Ísrael_Honest Reporting
- http://www.anglicanfriendsofisrael.com/
- UK_Cristian Frends of Israel
- FrontPage Magazine
- StandWhitUs
- Palestinian Media Watch
- Just Journalism
- Saga Ísraels Gott að lesa
- http://www.guardian.co.uk