Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Egill gerði það sem þessi þjóð ætti að hafa gert fyrir mörgum árum síðan. Hann lét reiði sína bitna á þeim sem á hana skilið. Það er þjóðarböl hvernig almenningur barmar sér yfirleitt yfir öllu sem miður fer í samfélaginu en gerir svo ekkert í málunum. Að höggva í Egil vegna þessa máls er dæmi um þá aumingjameðaumkun sem er landlæg hér á landi. Hún er völd að því hvernig komið er fyrir okkur og ekkert annað. Útrásarvíkingarnir og þeir stjórnmálamenn sem studdu þessa brjálsemi eiga að fá yfir sig reiði almennings. Það á því að taka þessa menn föstum tökum en ekki ræða við þá um hvernig fór í einhverju ljúfu kaffispjalli.
Ef Egill fær ekki fleiri að þessum kónum til sín, þá getur hann bara sett pappírsdúkku í stólinn á móti sér og þrumað yfir henni. Svörin verða hvort eð er öll á sömu lund, þ.e. ef þessir menn þora að setjast í stólinn á móti honum. Þau verða innantóm og þvæld því þetta er allt einhverjum öðrum um að kenna. Ef þjóðin vill svona svör þá fær hún líka það sem hún á skilið vegna gjörða þessara manna.
Egill, haltu áfram á þessari braut.
Bloggar | 13.10.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslur
- Það var málið....
- Þetta er hrein ósvífni!!
- Við erum að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna t...
- Þessi kona er partur af þeirri elítu EU sem lifir eins og afæ...
- Var ekkert skatteftirlit í einkavina-góðæri ráðamanna "þjóðar...
- Birna er meðal þeirra sem drógu þann vagn sem skaðaði lántake...
- Ég held þessi arfavitlausi penni.....
Færsluflokkar
Tenglar
ESB
Mínir tenglar
Ísrael
- Ísrael_Honest Reporting
- http://www.anglicanfriendsofisrael.com/
- UK_Cristian Frends of Israel
- FrontPage Magazine
- StandWhitUs
- Palestinian Media Watch
- Just Journalism
- Saga Ísraels Gott að lesa
- http://www.guardian.co.uk