Ég tek mér það bessaleyfi að skella hér inn grein eftir einn besta penna Dagblaðsins, Jón Trausta Reynisson. Það þarf ekkert að bæta við þetta, greinin stendur undir sér sjálf.
Til varnar tortryggni
Leiðari Föstudagur 19. júní 2009 kl 07:41
Þeir sem vilja eyða tortryggni og endurvekja samstöðuna á Íslandi mættu athuga að brennt barn sem ekki forðast eldinn er að öllum líkindum greindarskert.
Það er ekkert að því að vera greindarskertur eða glaðlyndur í hvívetna, en sá sem mælir fyrir slíku viðhorfi fyrir heila þjóð ætti með réttu að vera tortryggður. Allt bendir nefnilega til þess að það hafi verið skorturinn á tortryggni sem gerði yfirvöldum og bönkum kleift að stefna almenningi í mesta fjárhagstjón síðari ára.
Undanfarið hefur verið töluverður áróður gegn tortryggni og afsprengi hennar, gagnrýni. Sigríður Benediktsdóttir í rannsóknarnefnd um efnahagshrunið átti að víkja vegna þess að hún gagnrýndi hið augljósa, að hérlendis hefði vantað eftirlit. Annaðhvort vantaði eftirlitið, eða eftirlitið sá það sem var að og gerði ekkert í því. Það er vægari skoðun að telja eftirlitið hafa stundað gáleysi, frekar en vanrækslu að yfirlögðu ráði.
Eva Joly, ráðgjafi í rannsókninni, átti líka að víkja, meðal annars vegna þess að hún væri að ala á tortryggni.
Það er þekkt í rannsóknum félagsfræðinnar að hópur sem mætti kalla yfirstétt svarar öðruvísi um álitamál í þjóðfélaginu en aðrir borgarar. Þessi hópur er tiltölulega fámennur, en samanstendur af stjórnendum og þeim sem hafa mun hærri tekjur en hinn venjulegi maður.
Taka mætti dæmi af stýrivöxtum. Háir vextir eru góðir fyrir þá sem eiga mikið fé, því þeir auka vaxtagróðann á sparifénu. Þeir eru vondir fyrir þá sem skulda, því þeir hækka skuldirnar. Áhrif stýrivaxta eru afstæð eftir því hvaða stétt þú tilheyrir. Svo vill til að hópur þeirra sem hagnast á háum vöxtum er fámennur og í tilfelli Íslands eru flestir þeirra erlendis. Samstaða á ekki við í þessu tilfelli, en samt er þetta eitt mikilvægasta álitamálið í landinu.
Svo vill til að hefðbundnum fjölmiðlum er jafnan stjórnað af stétt stjórnenda, og slíkt fólk er yfirleitt fengið til að veita álit sitt í fjölmiðlum. Vald hefðbundinna fjölmiðla hefur hins vegar farið þverrandi, vegna þess að skoðanavaldið hefur dreifst á netinu.
Skortur á tortryggni hentar til dæmis þeim sem vilja aðhafast án eftirlits og þeim sem hafa unnið gegn hagsmunum almennings. Tortryggni upp að einhverju marki er hins vegar nauðsynleg í hagsmunagæslu fyrir almenning. Enginn getur heimtað traust. Það ávinnst með hæfni og heiðarleika.
Vegna hrunsins hefur almenningur myndað með sér eina virka móteitrið gegn spillingu yfirvalda og ranggjörðum gegn fjöldanum. Það er heilbrigt að almennir borgarar tortryggi yfirvöld. Þeir ættu að fylgjast með hverri einustu aðgerð yfirvalda, ekki síst rannsókninni á misgjörðum þeirra sem nærðust á krosseignatengdum gerviviðskiptum sem almenningur borgar nú fyrir. Það gagnrýna lífsviðhorf sem Íslendingar hafa öðlast síðustu níu mánuði er of mikilvægt til að því verði eytt með ástæðulausri samstöðu og blindu trausti.
Tortryggni er ekki vandinn, hún er lausnin.
Flokkur: Bloggar | 20.6.2009 | 21:45 (breytt kl. 21:45) | Facebook
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nýjustu færslur
- Það var málið....
- Þetta er hrein ósvífni!!
- Við erum að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna t...
- Þessi kona er partur af þeirri elítu EU sem lifir eins og afæ...
- Var ekkert skatteftirlit í einkavina-góðæri ráðamanna "þjóðar...
- Birna er meðal þeirra sem drógu þann vagn sem skaðaði lántake...
- Ég held þessi arfavitlausi penni.....
Færsluflokkar
Tenglar
ESB
Mínir tenglar
Ísrael
- Ísrael_Honest Reporting
- http://www.anglicanfriendsofisrael.com/
- UK_Cristian Frends of Israel
- FrontPage Magazine
- StandWhitUs
- Palestinian Media Watch
- Just Journalism
- Saga Ísraels Gott að lesa
- http://www.guardian.co.uk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.