Egill, þú ert minn maður

Egill gerði það sem þessi þjóð ætti að hafa gert fyrir mörgum árum síðan.  Hann lét reiði sína bitna á þeim sem á hana skilið.  Það er þjóðarböl hvernig almenningur barmar sér yfirleitt yfir öllu sem miður fer í samfélaginu en gerir svo ekkert í málunum.  Að höggva í Egil vegna þessa máls er dæmi um þá aumingjameðaumkun sem er landlæg hér á landi.  Hún er völd að því hvernig komið er fyrir okkur og ekkert annað.  Útrásarvíkingarnir og þeir stjórnmálamenn sem studdu þessa brjálsemi eiga að fá yfir sig reiði almennings.  Það á því að taka þessa menn föstum tökum en ekki ræða við þá um hvernig fór í einhverju ljúfu kaffispjalli.  

Ef Egill fær ekki fleiri að þessum kónum til sín, þá getur hann bara sett pappírsdúkku í stólinn á móti sér og þrumað yfir henni.  Svörin verða hvort eð er öll á sömu lund, þ.e. ef þessir menn þora að setjast í stólinn á móti honum.  Þau verða innantóm og þvæld því þetta er allt einhverjum öðrum um að kenna.  Ef þjóðin vill svona svör þá fær hún líka það sem hún á skilið vegna gjörða þessara manna.  

Egill, haltu áfram á þessari braut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er líka minn maður. Íslenska þjóðin er illa meðvirk. Meðvirkni er ekki vandamál í fjölskyldum við slítum ekki það eyðileggjandi atferli við það. Meðvirkni er í öllum mannlegum samskiptum. Með skelfilegum afleyðingu.

Sjáðu hér inni á blogginu. Úr eða í.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

DanTh

DanTh
DanTh

Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á svikamyllu útrásarinnar.  Útrásin var verk fjárglæframanna í einkageiranum og spilltra stjórnmálamanna. 

Við vitum hverjir fóru svona með samfélagið, tjónið er hrikalegt, gerum þá persónulega ábyrga fyrir því

kraft@itn.is

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband