Við erum að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna tjóns af völdum bankanna en ekki niðurfellingar á hluta af láni

Ég held stjórnvöldum sem og fjölmiðlum sé ekki sjálfrátt í þessu máli.  Þeir sem urðu fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum starfshátta bankanna eru ekki að kalla eftir niðurfellingu lána, heldur krefjast þess að höfuðstóll lánanna sé færður til þess sem hann var í upphafi, þ.e. fyrir hrunið þegar hvert og eitt lán var tekið....og vitaskuld það uppreiknað til dagsins í dag á "eðlilegu" gengi. 

Við erum sem sagt að krefjast leiðréttingar höfuðstóls og bóta vegna tjóns en ekki niðurfellingar á láni.  Þau öfl sem tala með þeim hætti að um sé að ræða afskriftir lána hugsa ekki rökrétt eða fara fram með þessum hætti til þess að letja fólk í að berjast fyrir rétti sínum.  Ég hallast að seinni skýringunni og tel þar liggja á bak við valdabaráttu þeirra sem telja sig yfir almenning hafna.

 


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn get ég ekki séð fyrir mér allt þetta fólk með þessa miklu réttlætiskennd heimtandi leiðréttingu og uppfærslu höfuðstóls ef þróunin hefði verið í hina áttina. Þannig að ég hallast frekar að því að ekki sé um réttlætiskennd að ræða heldur frekju fólks sem tók sjensinn og ætlaði að græða stórt en tapaði. Nú heimtar þetta pakk að við sem ekki stunduðum fjárhættuspil fjármögnum tapið.

Fái skuldarar einhverja "leiðréttingu" verður það eingöngu fengið með greiðslum úr ríkissjóði. Það kostar bara hærri skatta, skerta þjónustu og aukið atvinnuleysi.

Nei takk. Ég vil heldur sjá kennara í skólastofum barna minna og lækna á heilsugæslunni en "leiðréttingu" hjá fólki sem lét græðgina hlaupa með sig í gönur.

sigkja (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

DanTh

DanTh
DanTh

Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á svikamyllu útrásarinnar.  Útrásin var verk fjárglæframanna í einkageiranum og spilltra stjórnmálamanna. 

Við vitum hverjir fóru svona með samfélagið, tjónið er hrikalegt, gerum þá persónulega ábyrga fyrir því

kraft@itn.is

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband