Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sagan segir að Jóhanni hafi átt að bola út fyrir konu eina.....

Sú saga hefur gengið í þó nokkurn tíma að prestfrúin í Keflavík, sem er fyrrum sýslumaður á Ísafirði, hafi lengi verið inni í plönum Björns með að fá stöðu Jóhanns.  Það að Björn hafi auglýst embættið laust til umsóknar hafi einungis verið liður í lævísu plotti hans til þess að losa sig við Jóhann svo hann kæmi henni að.  Ef þetta er rétt, þá er Björn búinn að skaffa vini sínum prestkall þarna suðurfrá og vinkonu sinni sýslumannsembætti.  Svo er talað um að stjórnsýslan hér á landi sé ekki spillt! 

Væntanlega hafa prestshjónin legið á bæn til almættisins og beðið um gott veður sér til handa í þessu máli.  En sú þekking sem ég hef á biblíulegum boðskap er sú að frúin ætti ekki að taka svo umdeilt starf að sér, þ.e.a.s. þar sem augljós bolabrögð eru viðhöfð við að hrekja Jóhann úr starfi.

En að meinhæðninni slepptri, þá er allt tal Björns um aukið umfang embættisins og breyttar áherslur yfirvarp eitt til þess að réttlæta valdníðslu hans gagnvart Jóhanni.  Staða ríkislögreglustjóra hlýtur allavega að vera orðin slæm ef þessi eru rökin því það embætti hefur vaxið mjög að umfangi og þar með kostnaði síðustu misseri.  Megum við vænta þess að Björn muni auglýsa stöðu ríkislögreglustjóra sem og annarra embætta laus til umsóknar samkvæmt þeirri forskrift sem hann hefur lagt upp með í máli Jóhanns?

 


mbl.is Jóhann er toppmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúarnir leggjast á hann eins og afætur.... þetta er pakkinu líkt

Ofboðslega er réttlætiskennd þessa fólks á lágu plani.  Staða þessa máls er lýsandi fyrir það hvað fólk í sambýli getur verið mikið skítapakk. 

Það er eins og fjöleignarhúsalögin séu sniðin fyrir ræfla og dusilmenni sem stöðugt leita leiða til að koma útgjöldum vegna eigin framkvæmda yfir á nágrana sína.  Það er mikill galli  á fjöleignarhúsalögunum að þau skuli ekki styðja málstað Herberts.  Ef eitthvert réttlæti væri í þeim lögum, þá ætti Herbert að fá að framreikna sín útgjöld vegna lagfæringar á þaki síns hlutar og leggja þann kostnað á móti  til skuldajöfnunar.     

Það virðist alveg sama hvar borið er niður í hinu lagalega umhverfi hér á landi, pakkið á þar allstaðar hauk í horni.  Það er eins og lögin og réttarkerfið sé sniðið að því að þjóna þeim sem misbjóða  fólki og ala á óréttlæti í samfélaginu.  Mál Herberts er því miður í þeim skítapytt lagaklækja sem þjónar pakkinu mest.  


mbl.is Neitar að borga þak nágrannans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög táknrænt fyrir elítuna

Mannskeppnan er í eðli sínu mjög eigingjörn og hrifsar því oft til sín bæði völd og fé þegar tækifærin gefast. 

Þessi gjörningur Þjóðarhreyfingarinnar er mjög táknrænn og lýsir vel stéttaskiptingunni í dag og þeirri fyrringu sem oft hleypur í venjulegt almúgafólk sem fær vegtillur og völd.  Þjóðarhreyfingin á hrós skilið fyrir framtakið og vonandi druslast forsvarsmenn verkalýðsfélaganna upp af sínum feitu rössum og láta sig einnig þessi mál varða.  Við þurfum leiðtoga sem geta virkjað samfélagið gegn þeirri misskiptingu og misrétti sem í dag er talið svo sjálfsagt og eðlilegt af elítunni.  Er ekki kominn tími á að samfélagið losi sig við sjálftökuliðið sem hefur hreiðrað um sig í sölum Alþingis?  Fáum þarna inn fólk sem skynjar þarfir þjóðarinnar sem heildar, elítan getur séð um sig sjálf á markaði frjálshyggjunnar.  

 

 


mbl.is Þingmenn fá Animal Farm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DanTh

DanTh
DanTh

Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á svikamyllu útrásarinnar.  Útrásin var verk fjárglæframanna í einkageiranum og spilltra stjórnmálamanna. 

Við vitum hverjir fóru svona með samfélagið, tjónið er hrikalegt, gerum þá persónulega ábyrga fyrir því

kraft@itn.is

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband